Fjarðaál skilar aftur hagnaði

Reksturinn er á uppleið eftir að álverðið hækkaði.
Reksturinn er á uppleið eftir að álverðið hækkaði. mbl.is/ÞÖK

Alcoa-Fjarðaál mun skila hagnaði í ár en tapið nam samtals um 16,7 milljörðum árin 2019 og 2020, miðað við núverandi gengi. Álverð hefur hækkað um 45% í ár og er nú um tvöfalt hærra en það var lægst í fyrra.

Tor Arne Berg, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, segir hins vegar lítið hafa breyst í rekstrinum hjá Fjarðaáli þrátt fyrir að verð á áli hafi hækkað.

„Það er lítið svigrúm í starfsemi álvers að eiga við framleiðslumagn eftir því hvert markaðsvirðið er, hvort sem sveiflurnar eru upp á við eða niður. Við fögnum þessari breyttu stöðu sem er uppi núna en öll okkar orka hefur upp á síðkastið farið í að viðhalda stöðugleika í framleiðslu eftir óvenju hlýtt sumar og tryggja að vörurnar okkar skili sér á markað í Evrópu í þeim gæðum sem viðskiptavinir okkar þurfa,“ segir Berg. Krefjandi sé að starfa í álveri þegar heitt er í veðri. Spurður um áhrif hærra álverðs á afkomuna kvaðst hann ekki geta tjáð sig um það á þessu stigi.

Umhverfið nú afar hagfellt

„Það er þó óhætt að segja að ef álver getur ekki skilað góðri afkomu í þessu markaðsumhverfi þá er ekki um mjög lífvænlegan rekstur að ræða,“ sagði Berg.

Loks sagði hann aðspurður að stærstur hluti viðskiptanna færi fram í öðrum gjaldmiðlum en krónu og því hefði veiking krónu óveruleg áhrif á lokaniðurstöðuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK