Ríkissjóður fær A-lánshæfiseinkunn

Einkunnin endurspeglar meðal annars mjög háa landsframleiðslu á mann.
Einkunnin endurspeglar meðal annars mjög háa landsframleiðslu á mann. mbl.is/Golli

Ríkissjóður fær A-lánshæfiseinkunn og eru langtíameinkunnir óbreyttar og standa enn í A en horfur eru neikvæðar. Þetta kemur fram í skýrslu Fitch Ratings, sem greint er frá á vef fjármálaráðuneytisins.

Í tilkynningu Fitch Ratings segir að A-lánshæfiseinkunn ríkissjóðs endurspegli meðal annars mjög háa landsframleiðslu á mann, góða stjórnarhætti, hátt þróunarstig og góða umgjörð viðskiptalífsins sem eru sambærileg við lönd með AAA- og AA-lánshæfiseinkunn.

Smæð hagkerfisins og takmörkuð fjölbreytni útflutnings sem eykur áhættu gagnvart ytri áföllum hamla lánshæfiseinkunninni.

Neikvæðar horfur endurspegla óvissu um þróun opinberra fjármála í kjölfar heimsfaraldursins, sem hefur leitt til verulega hærra skuldahlutfall hins opinbera en fyrir faraldurinn, og hættu á að það hækki enn frekar til meðallangs tíma.

Hægari bati í ferðaþjónustu gæti leitt til lægri lánshæfiseinkunnar

Þrátt fyrir að óvissa ríki um þróun ríkisfjármála eftir kosningar telur Fitch að breiður pólitískur stuðningur um að snúa við þróun í opinberum fjármálum og mikil skuldalækkun hins opinbera á árunum 2011-18 styðji við trúverðugleika ríkisfjármála til lengri tíma litið.

Vísbendingar um að efnahags- og ríkisfjármálastefnu muni ekki takast að stöðva hækkun í skuldahlutfalli hins opinbera yfir tíma, veikari hagvaxtarhorfur eða verulegt áfall, til dæmis vegna hægari bata í ferðaþjónustu en búist var við, viðvarandi leiðréttingar á fasteignamarkaði og verulegra skaðlegra áhrifa á bankageirann, gætu leitt til lægri lánshæfiseinkunnar, að því er fram kemur í skýrslu Fitch Ratings.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK