Ráða Grétu sem forstjóra og ætla á markað

Gréta María Grétarsdóttir, nýr forstjóri Arctic adventures.
Gréta María Grétarsdóttir, nýr forstjóri Arctic adventures. mbl.is/Hallur Már

Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic adventures hefur hafið undirbúning fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað. 

Davíð Másson, stjórnarformaður fyrirtækisins, staðfestir þetta við mbl.is, en áður hafði Viðskiptablaðið greint frá áformunum

Samhliða því fær félagið til liðs við sig Grétu Maríu Grétarsdóttur, sem lét nýlega af störfum sem framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá útgerðarfélaginu Brimi. Viðskiptamiðillinn Innherji greindi fyrst frá þessu í morgun.

Gréta tekur því við sem forstjóri Arcitc adventures af Styrmi Þór Bragasyni, sem áfram verður þó lykilmaður innan félagsins. Viðskiptamiðillinn Innherji greindi fyrst frá þessu í morgun.

Einhugur í hluthafahópnum

Gréta mun þannig leiða undirbúningsvinnu á leið Arctic adventures á markað og segir Davíð Másson við mbl.is að það sé mikill fengur fyrir félagið að fá Grétu í brúna. 

„Þetta er mikill fengur fyrir okkur að fá Grétu. Hún er búin að vera í hópnum sem stjórnarmaðurinn en kemur núna inn í fyrirtækið sem forstjóri og við teljum að með þessu sendum við skýr skilboð,“ segir Davíð. 

Þannig þið eruð þá að fá Grétu inn til þess að leiða þessa undirbúningsvinnu fyrir skráninguna, eða hvað?

„Algjörlega. Styrmir verður þó enn hluti af hópnum sem stór hluthafi og heldur áfram að starfa við félagið. Það er einhugur í hluthafahópnum um þessar ákvarðanir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK