Vilja vekja athygli á svikapóstum

Fyrirtækin benda á að gott sé að vera vakandi fyrir …
Fyrirtækin benda á að gott sé að vera vakandi fyrir lélegri málnotkun, stafsetningarvillum og hótunum að pakkinn verði ekki sendur.

Pósturinn og netöryggisfyrirtækið AwareGO hafa ákveðið að sameina krafta sína í baráttunni við svikapósta. Þau hafa ákveðið að gefa út sérstakt jólamyndband til þess að fræða fólk um svikapósta.

Mikið magn af svikatölvupóstum í nafni Póstsins og annarra þekktra fyrirtækja hafa borist Íslendingum síðustu misseri og yfirgnæfandi líkur að þeim fjölgi yfir hátíðirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum.

Fyrirtækin benda á að gott sé að vera vakandi fyrir lélegri málnotkun, stafsetningarvillum og hótunum að pakkinn verði ekki sendur.

„Tölvuglæpir fara vaxandi og geta valdið miklum skaða fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Langstærstur hluti þessara glæpa byggir á því að plata fólk, t.d. með svikapóstum og fölskum vefsíðum. […],“ segir Ari Kristinn Jónsson, forstjóri AwareGO.

Í tilkynningunni er sagt að yfir 80% af tölvuárásum byrja með svikapósti og tap almennings árlega vegna svikapósta hleypur á hundruðum milljónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK