Dýrasta íbúð í sögu Íslands

Mikið útsýni er yfir höfnina úr umræddri þakíbúð.
Mikið útsýni er yfir höfnina úr umræddri þakíbúð. mbl.is/Arnþór Birkisson

Kauptilboð hefur verið lagt fram í dýrustu þakíbúðina á Austurhöfn við Hörpu í Reykjavík. Um er að ræða 354 fermetra horníbúð sem er m.a. með útsýni yfir höfnina til vesturs.

Þetta herma heimildir blaðsins en kaupverðið mun vera milli 500 og 600 milljónir og þar með það hæsta sem greitt hefur verið fyrir íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík.

Fulltrúar Austurhafnar vildu ekki tjá sig um málið en félagið hefur nú selt tæplega 50 íbúðir af 70.

Fram kom í fjölmiðlum um daginn að ein af dýrustu þakíbúðunum á Austurhöfn hefði verið seld en henni var í umfjöllun ruglað saman við íbúðina sem nú hefur verið seld.

Sú íbúð var sögð kosta 480 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK