Staðfestir niðurstöðu um nauðasamning

Rútufyrirtækið er ósammála niðurstöðu Landsréttar.
Rútufyrirtækið er ósammála niðurstöðu Landsréttar.

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu nauðasamnings ferðaþjónustufyrirtækisins Allrahanda GL ehf.

Fram kemur í tilkynningu frá Allrahanda að niðurstaða Landsréttar byggi ekki á sömu forsendum og héraðsdómur gerði, heldur á túlkun á tímamörkum í ákvæðum laga nr. 57/2020 um fjárhagslega endurskipulagningu vegna áhrifa heimsfaraldursins.

„Allrahanda GL er ekki sammála niðurstöðu Landsréttar með hvaða hætti ákvæði laganna um framangreind tímamörk beri að túlka og mun freista þess að fá úrskurðinn endurskoðaðan í Hæstarétti. Félagið hyggst leggja fram beiðni um kæruleyfi til Hæstaréttar. Meðan á því ferli stendur frestast réttaráhrif úrskurðar Landsréttar og heldur Allrahanda GL áfram rekstri í greiðsluskjóli,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK