13% munur leigu- og kaupverðs

Leiiguverð hefur hækkað umfram verðlag annarra vara, en þó ekki …
Leiiguverð hefur hækkað umfram verðlag annarra vara, en þó ekki jafn mikið og kaupverð íbúða. 12 mánaða hækkun leiguverðs mælist nú 8% en 12 mánaða hækkun á verði fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 21,5%. mbl.is/Sigurður Bogi

Munurinn á þróun leigu- og kaupverðs íbúa hefur aldrei mælst jafn mikill og nú. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Leiguverð hefur þróast afar rólega frá því faraldurinn skall á, ólíkt kaupverði íbúða. Í apríl mældist þó 2,1% hækkun á leiguverði milli mánaða, sem er mesta hækkunin síðan í júní 2020. 12 mánaða hækkun mælist nú tæp 8%, sem Hagfræðideild Landsbankans telur þó afar hóflegt í samanburði við hækkun íbúðarverðs. Til samanburðar mælist sambærileg hækkun á vísitölu neysluverðs án húsnæðis 5,3%.

Komið að þolmörkum

Leiga hefur því hækkað umfram verðlag, en þó ekki jafn mikið og kaupverð íbúða. 12 mánaða hækkun á verði fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu mælis nú 21,5%. Munurinn er því 13,5% milli leigu- og kaupverðs íbúða og hefur munurinn aldrei mælst jafn mikill og nú.

Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans segir að hagfræðideildin spái því að komið sé að nokkurs konar þolmörkum. Nú megi vænta þess að verðhækkanir á íbúðamarkaði verði hóflegri en að undanförnu. Spennan gæti síðan aftur á móti aukist á leigumarkaði með auknum aðflutningi til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK