Galtalækjarskógur í höndum nýrra eigenda

Loftmynd af Galtalækjarskógi.
Loftmynd af Galtalækjarskógi. Ljósmynd af fasteignavef mbl.is

Vinjar ehf., félag í eigu nokkurra fjárfesta, hefur gengið frá kaupum á Galtalækjarskógi og hluta af Merkihvolslandi, sem liggur austur af skóginum.

Um er að ræða kaup á rúmlega 80 hekturum í vel grónu og fallegu landi við Ytri-Rangá. Galtalækjarskógur var á árum áður eitt vinsælasta útihátíðarsvæði landsins í eigu og rekstri bindindissamtakanna IOGT á Íslandi.

Fjölmargir landsmenn eiga þaðan góðar minningar sem tengjast skóginum, að því er segir í tilkynningu.

Ekki liggja fyrir endanlegar hugmyndir um næstu framtíð svæðisins. Þó er stefnt að því að á næstu misserum verði unnar hugmyndir og nýtt deiliskipulag ásamt því að fjarlægja fjölda illa farinna skúra og lítilla mannvirkja sem tengdust tjaldsvæðinu og starfseminni sem þar var.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK