Hætta að fjármagna SAS

Félagið hefur átt undir högg að sækja og þurfti m.a. …
Félagið hefur átt undir högg að sækja og þurfti m.a. að segja upp fimm þúsund starfsmönnum vegna Covid-19. AFP

Sænska ríkisstjórnin mun ekki halda áfram að veita skandinavíska flugfélaginu SAS fjármagn en félagið, sem hefur átt undir högg að sækja, sendi í síðustu viku frá sér tilkynningu þar sem óskað var eftir frekari fjárveitingu. Var leitast eftir því að safna alls 9,5 milljörðum sænskra króna, eða því sem nemur 126 milljörðum íslenskra króna.

„Í ljósi þess að ríkisstjórnin er að draga úr hluti sínum í félaginu segjum við nei við frekari innspýtingu fjármagns í endurskipulagningu SAS,“ sagði Karl-Petter Thorwaldsson, sænski innviðaráðherrann, á blaðamannafundi.

Hann bætti við að ríkið yrði ekki langtíma hluthafi í félaginu.

Skuldir verði hlutafé

Svíþjóð og Danmörk eru stærstu hluthafar í SAS og eiga hvor um sig 21,8 prósent hlut, en hann hækkaði töluvert á síðustu tveimur árum vegna fjárhagsaðgerða í tengslum við heimsfaraldur Covid-19.

Sænska ríkið mun frekar leggja tillögu fyrir þingið um hvort SAS fái heimild til að breyta skuldum sem félagið á við ríkið í hlutafé, sagði Thorwaldsson.

Í febrúar lagði flugfélagið fram kostnaðarlækkunaráætlun sem bar heitið „SAS Forward“ og fól það m.a. í sér endurhannaðan flota og nýjan fókus á langflug.

SAS hefur þegar sagt upp 40% af vinnuafli sínu vegna heimsfaraldursins árið 2020, sem gera um fimm þúsund starfsmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK