Rekstrarstjóri EasyJet segir upp störfum

Rekstrarstjóri EasyJet hefur sagt upp störfum. Á sama tíma er …
Rekstrarstjóri EasyJet hefur sagt upp störfum. Á sama tíma er álagið á fluggeiranum mikið. AFP

Rekstrarstjóri EasyJet, Peter Bellew, hefur sagt upp störfum. Breska lággjaldaflugfélagið er um þessar mundir að kljást við mikla manneklu og hefur mörgum flugferðum verið aflýst vegna þessa.

Nokkuð álag hefur verið á fluggeiranum í sumar. Ferðaþjónustan hefur tekið vaxtarkipp eftir nokkra stöðnun í faraldrinum. 

Fækkað flugferðum

David Morgan, fyrrverandi aðstoðarrekstrarstjóri félagsins, tekur við af Bellew sem ætlar að leita á ný mið í viðskiptageiranum. Forstjóri félagsins, Johan Lundgren, segir félagið spennt fyrir komandi tímum og vonast til þess að allt fari fram með öruggum hætti. Félagið hefur fækkað flugferðum í Evrópu vegna anna. 

Mikið álag er á fluggeiranum um þessar mundir eins og áður sagði, en ofan á þetta var tilkynnt í dag að flugmenn skandinavíska flugfélagsins SAS hyggist fara í verkfall.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK