Milljarða hagnaður hjá Festi

Festi rekur meðal annars N1 og Krónuna.
Festi rekur meðal annars N1 og Krónuna. mbl.is/Árni Sæberg

Framlegð af vöru- og þjónustusölu hjá Festi nam 7.325 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. EBITDA-spá ársins hefur verið endurskoðuð til hækkunar.

Hagnaður á fyrri hluta ársins nemur 1,8 milljarði en var 1,3 milljarðar á fyrri hluta síðasta árs. Jókst hann um 479 milljónir eða um 36%. Þá var EBITDA félagsins á fyrri hluta árs 4.660 milljónir en var 3.963 milljónir í fyrra.

EBITDA á öðrum fjórðungi nam 2.911 milljónum króna en var 2.458 milljónir króna á öðrum fjórðungi 2021, sem jafngildir 18,4% hækkun milli ára.

Eigið fé í lok annars fjórðungs 2022 nam 32.984 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var 36,2% samanborið við 39,4% í lok árs 2021.

Aukin umsvif skila tekjum

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri hjá Festi, segir fjölgun ferðamanna eyka þátt í bættri afkomu.

„Reksturinn á öðrum ársfjórðungi gekk vel og umfram áætlanir okkar. N1 eykur veltu sína og afkomu verulega á milli ára með fjölgun erlendra ferðamanna og auknum umsvifum hjá stórum viðskiptavinum félagsins. Rekstur ELKO og Krónunnar var einnig góður á öðrum ársfjórðungi. Hækkun á eldsneyti og matvöru eykur fjárbindingu í birgðum verulega miðað við sama fjórðung í fyrra, sem er afleiðing stríðsreksturs í Úkraínu og alþjóðlegrar verðbólgu. Vegna betri reksturs og mati stjórnenda á horfum út árið þá hækkum við EBITDA-spá ársins 2022 um 400 milljónir króna eða í 9.800 til 10.200 milljónir króna,“ segir Eggert Þór í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK