Seðlabankastjóri varar vinnumarkað við

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að bankinn muni bregðast við ef komandi kjarasamningar reynist óraunhæfir og kyndi undir verðbólgu. Það sé lögboðin skylda bankans, sem hann geti ekki vikist undan.

Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum sem fylgir með Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

„Ef þeir samningar verða út úr korti miðað við framleiðni í landinu og það sem landið getur staðið undir, þá verður Seðlabankinn að bregðast við. Um það höfum við ekkert val,“ segir Ásgeir.

Seðlabankastjóri segir að af opinberri umræðu mætti ætla að Seðlabankinn haldi verðlagi stöðugu, sama hvernig semst, en þess sé enginn kostur. „Við getum ekki tryggt kaupmátt launa, sem byggjast á algerlega óraunhæfum forsendum, nema með miklum vaxtahækkunum.“

Horfur á vinnumarkaði ekki afleitar

Hann minnir á það hlutverk Seðlabankans að tryggja virði gjaldmiðilsins. Í því felist að tryggja að laun fólks haldi gildi sínu. Fái verðbólga að leika lausum hala, hafi kjarasamningar enga eiginlega þýðingu, launahækkanir muni fuðra upp á verðbólgubáli og kaupmátturinn með.

Ásgeir er þó ekki svartsýnn og segir íslenskt efnahags- og atvinnulíf standa betur en atvinnulíf víðast hvar á Vesturlöndum. Hann segir og að horfur á vinnumarkaði séu ekki afleitar og telur að mun styttra sé á milli manna í komandi samningum en opinber umræða gæti gefið til kynna.

Meira í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK