Markaðsverð Marel og Arion banka undir mati

Kristinn Magnússon

Morgunblaðið hefur undir höndum verðmöt Jakobsson Capital á Arion banka og Marel og er það niðurstaða höfunda að rétt virði hlutabréfa Arion banka sé 16% hærra en markaðsverð og að hlutabréf Marel séu 19% verðmætari en verð þeirra á markaði segir til um. Voru bæði verðmötin gefin út hinn 4. ágúst.

Í umsögn sinni um Arion banka segja sérfræðingar Jakobsson Capital að þrátt fyrir að síðasta uppgjör bankans hafi einkennst af einskiptisliðum þá hafi rekstur félagsins verið samkvæmt áætlun og arðsemi eiginfjár á uppleið. Að auki vinni efnahagsumhverfið með bankastarfsemi með kröftugum hagvexti, miklum vexti útlána og hærra vaxtastigi.

Um starfsemi Marels segja sérfræðingarnir að frammistaða félagsins á öðrum ársfjórðungi hafi verið töluvert undir væntingum og rekstrarhagnaðarhlutfall þess aðeins 5,2%. Eru greinendurnir þó bjartsýnir á að botninum sé náð en Marel hefur sagt upp 5% af starfsólki sínu og hækkað hjá sér verðskrár samhliða því að flutningskostnaður og verð á þeim málmum sem fyrirtækið notar við framleiðslu sína hefur verið á niðurleið eftir að hafa tekið á rás á seinni hluta árs 2020.

Nánar er fjallað um verðmötin á Arion og Marel í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK