Gunnar Smári í fjölmiðlarekstur

Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins og fv. fjölmiðlamaður.
Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins og fv. fjölmiðlamaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþýðufélagið hefur stofnað fjölmiðlafyrirtækið Samstöðina ehf. Félagið hefur haldið úti dagskrá á samnefndri vefrás frá 2020.

Formaður stjórnar er Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokks Íslands. Gunnar Smári starfaði áður sem fjölmiðlamaður og hefur komið að rekstri nokkurra fjölmiðlafyrirtækja, meðal annars Dagsbrúnar og Fréttatímans sem varð gjaldþrota sumarið 2017.

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að tilgangur Samstöðvarinnar sé að „standa fyrir og útvarpa fundum um samfélagsmál, bæði í raunheimi og netheimi, og ýta undir umræðu í samfélaginu með þáttagerð, skrifum og hvers konar umfjöllun.“

Samstöðin er sem fyrr segir í eigu Alþýðufélagsins. Í stjórn félagsins eru, ásamt Gunnari Smára, meðal annars Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ASÍ og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og fv. ritstjóri Smugunnar (vefrits VG). Þá eru þær Ólína K. Þorvarðardóttir fv. þingmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í varastjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK