Mikilvægt sé að halda áfram með sölu Íslandsbanka

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í morgun mikilvægt að …
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í morgun mikilvægt að halda áfram með sölu Íslandsbanka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur mikilvægt að haldið sé áfram með sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka. Segir hann virði eftirstandandi eignarhluta ríkisins jafnast á við öllum fjárfestingum ríkisins til eins árs. 

„Við getum horft til sölunnar á Íslandsbanka, sem fram fór á árinu 2021 og 2022 og það er hægt að segja sem svo að það virði sem við losuðum úr Íslandsbanka í þessum tveimur umferðum jafnist á við alla fjárfestingu ríkisins á næsta ári,“ segir Bjarni þegar hann kynnti í morgun fjárlagafrumvarp næsta árs.

Telur Bjarni eftirstandandi eignarhluti ríkisins jafnframt standa undir öllum fjárfestingum ríkisins á einu ári. Telur hann því mikilvægt að halda áfram með söluna en að öðrum valkosti væri hægt að fjármagna fjárfestingarnar með lánum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK