Verðbólgan komin niður í 9,3%

Verðbólgan hefur lækkað.
Verðbólgan hefur lækkað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðbólga síðustu 12 mánuði mælist nú 9,3% og heldur áfram að lækka eftir að hafa hæst farið í 9,9% í júlí.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands.

Þetta er lægri verðbólga en greiningardeildir bankanna höfðu spáð fyrir. Í síðustu spá sinni spáði Íslandsbanki til að mynda því að verðbólgan myndi lækka niður í 9,4% á ársgrundvelli og spáði Landsbankinn því sömuleiðis að ársverðbólgan myndi mælast 9,4% í september.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% frá fyrri mánuði og sömuleiðis hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæði um 0,09%. 

Þá kemur fram að verð á fötum og skóm hækkaði um 4,6% og verð á raftækjum til heimilisnota hækkaði um 5,4%. Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 17,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK