Sala nýrra fólksbíla jókst á milli ára

Sala nýrra fólksbíla í september jókst um 2,2% miðað við september í fyrra, en alls voru skráðir 1.194 nýir fólksbílar nú en voru 1.168 í fyrra.

Í heildina eftir fyrstu níu mánuði ársins hefur salan aukist um 33,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Í ár hafa selst 13.063 nýir fólksbílar samanborið við 9.794 nýja fólskbíla í fyrra, að því er Bílgreinasambandið greinir frá í tilkynningu. 

Yfir 4.700 nýir fólksbílar seldir til einstaklinga

Til einstaklinga seldust 659 nýir fólksbílar í september saman borið við 730 á sama tíma í fyrra og er því minnkun í sölu um 9,7% milli ára. Það sem af er ári hafa selst 4.773 nýir fólksbílar til einstaklinga en í fyrra á sama tíma var búið að selja 4.326 nýja fólksbíla.

Almenn fyrirtæki (önnur en ökutækjaleigur) keyptu 188 nýja fólksbíla í september í ár miðað við að hafa keypt 222 bíla í september í fyrra. Það sem af er ári hafa selst 1.517 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja en í fyrra á sama tíma voru seldir 2.090 nýir fólksbílar og er því minnkun milli ára um 27,5%, segir enn fremur. 

Þá segir, að sala til ökutækjaleiga hafi verið góð á árinu og seldust 337 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 210 á sama tíma í fyrra. Það sem af er ári hafa verið skráðir 6.708 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 4.507 bíl í fyrra. Er það aukning um 48,8% milli ára.

Hlutfall rafmagnsbíla hæst

„Hlutfall rafmagnsbíla er hæst þegar við skoðum heildarsölu eftir orkugjöfum það sem af er ári eða 27,8%. Tengiltvinnbílar koma þar á eftir með 24,24% af sölunni, hybrid er 19,14%, dísel er 15,49% og bensín er 13,3%. Ef við skoðum sölu til einstaklinga þá eru 55,35% að velja sér rafmagnsbíl. Þar á eftir kemur sala tengiltvinnbíla með 18,46%, hybrid með 13,95%, dísel með 7,58% og bensín með 4,65% sölunnar.

Í september var mest selda tegundin Tesla með 306 selda fólksbíla, þar á eftir kemur Hyundai með 113 seldan fólksbíla og þriðja mest selda tegundin í september var Toyota með 107 fólksbíla skráða,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK