Finnur nýr framkvæmdastjóri Samorku

Finnur Beck er nýr framkvæmdastjóri Samorku.
Finnur Beck er nýr framkvæmdastjóri Samorku.

Finnur Beck hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Finnur var áður forstöðumaður málefnastarfs hjá Samorku og tók við því starfi í fyrra.

Finnur var um tíma settur forstjóri HS orku hf. og vann þar sem lögfræðingur frá 2015-2020.

Finnur tekur við þegar í stað af Páli Erland, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samorku.

Snerti samfélagið allt

„Orku- og veitumálin eru mikilvægur málaflokkur sem snertir samfélagið allt. Framundan eru spennandi verkefni við að tryggja áfram heitt og kalt vatn, grænt rafmagn og góða fráveituþjónustu ásamt því að vinna með stjórnvöldum að jarðefnaeldsneytislausu Íslandi. Ég hlakka til að takast á við þessi verkefni með aðildarfélögum okkar og öflugu teymi Samorku,“ er haft eftir Finni í tilkynningu.

„Finnur hefur umfangsmikla reynslu úr orku- og veitugeiranum. Hann þekkir einnig vel til Samorku, þjónustunnar við aðildarfyrirtækin og hlutverks þeirra sem málsvara orku- og veitufyrirtækja. Það er því fagnaðarefni að ganga frá ráðningu Finns sem framkvæmdastjóra,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, stjórnarformaður, Samorku í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK