Fyrri hluti ársins verði sérstaklega erfiður

Stórir bankar sem Arion banki á í viðskiptum við gera ráð fyrir að fyrri hluti komandi árs verði mjög krefjandi. Benedikt Gíslason, forstjóri bankans segir hins vegar að gera megi ráð fyrir að sólin taki að rísa þegar líður á árið 2023. Þá sé Ísland í sérstakri stöðu hvað það varðar að sú „lífskjarakrísa“ sem nú geisar í Evrópu hefur í raun ekki náð til samfélagsins hér á landi.

Benedikt er gestur Dagmála í áramótauppgjöri þar sem litið er yfir farinn veg og skyggnst yfir hið ókomna á árinu 2023. Ásamt honum mæta til leiks þær Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.

Birna segir að þegar litið er yfir árið 2022 blasi við gríðarlegt endurmat eigna, ekki aðeins á verðbréfamörkuðum heldur einnig fasteignamarkaði vítt og breitt um heiminn. Þrátt fyrir það verði að líta til þess að íslenskt hagkerfi sé á mikilli siglingu, það birtist m.a. í ferðaþjónustunni sem hafi tekið við sér af gríðarlegum krafti eftir alheimsfaraldur kórónuveirunnar.

Viðtalið má í heild sinni sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK