Miklar breytingar sem þarf að bregðast við

Erik Figueras Torras, forstjóri Mílu.
Erik Figueras Torras, forstjóri Mílu. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Mílu hefur samþykkt nýtt skipulag fyrirtækisins og var það kynnt starfsfólki í dag. Breyting verður á skipuritinu, þar sem fjögur ný svið taka við af eldra skipulagi. Sviðin í nýju skipuriti eru sala og þjónusta, tækni, innviðir og fjármál.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Þar segir einnig, að miklar breytingar hafi orðið á rekstrarumhverfi Mílu og á fjarskiptamarkaði síðustu misseri. 

„Við þurfum að bregðast við þessum breytingum og er nýju skipulagi ætlað að styðja við auknar áherslur fyrirtækisins á hraðari uppbyggingu og sköpun nýrra tækifæra með áherslu á frumkvæði, umbótahugsun og skilvirkni“ segir Erik Figueras Torras forstjóri Mílu.  

Nýtt skipulag tekur gildi frá og með deginum í dag.

Tekið er fram, að mestar breytingar séu við stofnun tæknisviðs og innviðasviðs. Undir Tæknisviði verið tæknieiningar innan Mílu sameinaðar undir einum hatti og undir innviðasviði séu einingar sem snúa að uppbyggingu innviða sameinaðar.

Þá segir að ráðið verði í stöðu framkvæmdastjóra innviðasviðs í kjölfar þessara breytinga.

Mynd: Erik Figueras Torras, forstjóri Mílu

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK