Jóna Kristín nýr sérfræðingur á orkusviði N1

Jóna Kristín Friðriksdóttir, nýr sérfræðingur á orkusviði N1.
Jóna Kristín Friðriksdóttir, nýr sérfræðingur á orkusviði N1.

Jóna Kristín Friðriksdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings á orkusviði N1. Þar mun hún koma að daglegum rekstri tengdum raforkuviðskiptum fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá N1.

Jóna Kristín er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og stjórnun frá Syddansk Universitet. Hún hefur áður starfað hjá Frigus, Atlanta, Wow Air og Innnes.

Í tilkynningunni kemur fram að orkusvið N1 telur nú 8 starfsmenn. Hlutverk þess er meðal annars að halda utan um sölu N1 á raforku og rafhleðslustöðvum.

„N1 gerir ráð fyrir að sala á umhverfisvænum orkugjöfum verði ein af aðaltekjustoðum fyrirtækisins innan örfárra ára og því hefur verið unnið markvisst að því að styrkja þennan hluta starfseminnar á undanförnum misserum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK