Myllan í majónesið

Gunnars Majones er að líkingum til þekktasta vara Gunnar ehf. …
Gunnars Majones er að líkingum til þekktasta vara Gunnar ehf. Myllan mun hér eftir sjá um sölu á sósum fyrirtækisins.

Myllan-Ora ehf. hefur keypt Gunnar ehf, framleiðand hins víðfræga Gunnars majónes. Þetta kemur fram í tilkynningu þess efnis frá Myllunni.  

Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins sem gerði Kaupfélag Skagfirðinga afturreka með kaup á Gunnar ehf í janúar síðastliðnum. 

Gunnars majones var stofnað árið 1960 af hjónunum Gunnari Jónssyni og Sigríði Regínu Waage. Félagið varð gjaldþrota árið 2014 en Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir keypti vörumerkið í kjölfarið. Hafa ýmsar sósur undir merkjum Gunnars verið framleiddar og seldar í verslunum. 

Haft er eftir Hermanni Stefánsson, forstjóra Myllunnar-Ora í tilkynningu að hann telji „áhugaverð tækifæri felast í kaupunum. Vörumerkið Gunnars sé rótgróið íslenskt vörumerki sem styrki vöruframboð Myllunnar-Ora, auk samlegðar við rekstur fyrirtækisins. Innlend matvælaframleiðsla á undir högg að sækja í krefjandi umhverfi og kaupin á Gunnars eru til þess fallin að styrkja undirliggjandi rekstur og þannig grundvöll innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir í tilkynningu. 

Kaupverð er ekki uppgefið í tilkynningu en samkvæmt frétt Fréttablaðsins um málið nemur kaupverðið 600 milljónum króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK