Orkan rampar sig upp

Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins (t.v.) og Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir …
Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins (t.v.) og Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra (t.h.) dæla á bílana sína. Ljósmynd/Aðsend

Orkan í Suðurfelli er nú fyrsta bensínstöðin sem er aðgengileg fyrir hreyfihamlaða. Þrjár dælur á stöðinni hafa verið rampaðar upp með þeim hætti að stéttin er hækkuð í kringum dælurnar og greiðsluvélar gerðar aðgengilegri. Bílastæði voru einnig breikkuð og allt aðgengi að og inn í verslun rampað upp.

Verkefnið er samstarfsverkefni Römpum upp Ísland, Sjálfsbjargar og Orkunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá þeim.

„Það er brýn nauðsyn á að allir fái lifað í samfélagi án aðgreiningar. Þetta er mikilvægt skref í þá átt, bæði hvað varðar aðgang að bensíni og olíu á lægra verði og aðgengi að annarri þjónustu, er haft eftir Þorleifi Gunnlaugssyni í tilkynningunni, en hann er framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Römpum upp Ísland. Þorleifur segir að áætlanir Orkunnar um aðgengi að öðrum bensínstöðvum og rafhleðslustöðvum fyrir alla séu til fyrirmyndar og mikið fagnaðarefni fyrir hreyfihamlaða.

Orkan og Römpum upp Ísland eru einnig búin að rampa upp verslun við Orkustöð á Stokkseyri og liggur fyrir að halda samstarfinu áfram með því að rampa upp fleiri verslanir við Orkustöðvar.

,,Það eru gleðifréttir að lágt bensínverð sé nú aðgengilegt öllum. Orkan er algjörlega til fyrirmyndar og það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu,” segir Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK