Skiptar skoðanir um seðlabankarafeyri

Þó nokkur umræða hefur átt sér stað hjá seðlabönkum í …
Þó nokkur umræða hefur átt sér stað hjá seðlabönkum í hinum vestræna heimi um hvort fýsilegt sé að taka upp seðlabankarafeyri. Seðlabanki Íslands fylgist með stöðunni en verður ekki leiðandi í þessum efnum. Morgunblaðið/Golli

Á undanförnum misserum hafa ýmsar þjóðir skoðað hvort fýsilegt sé að innleiða seðlabankarafeyri. Seðlabankarafeyrir er rafræn útgáfa seðlabanka á gjaldmiðli viðkomandi ríkis. Seðlabankarafeyrir er eina tegund peninga sem uppfyllir samtímis skilyrði um að vera rafrænn, aðgengilegur almenningi og gefinn út af seðlabanka, að því er fram kemur í umræðuskýrslu sem gefin var út af Seðlabanka Íslands í mars á þessu ári. Almenningur hefur hingað til aðeins haft aðgang að seðlabankafé í formi seðla og myntar. Hins vegar hafa innlánsstofnanir almennt haft aðgengi að rafrænu seðlabankafé á reikningum sínum í seðlabönkum og í greiðslukerfum seðlabanka.

Fjártækniklasinn og Seðlabanki Íslands stóðu á dögunum fyrir umræðufundi þar sem fjallað var um seðlabankarafeyri. Þar héldu erindi þau Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, William Zhang, frá BIS Innovation Hub Nordic Centre, og Jón Helgi Egilsson, meðstofnandi Monerium. Að erindunum loknum fóru fram pallborðsumræður sem Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans, stýrði. Í pallborði voru Rannveig Sigurðardóttir, Jón Helgi Egilsson, Marinó Örn Tryggvason, fv. bankastjóri Kviku, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Kristján Ingi Mikaelsson, formaður Rafmyntaráðs og meðstofnandi Visku Digital Assets. Umræðurnar voru líflegar og skiptar skoðanir voru um málefnið.

Fylgst með þróuninni

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að mikil umræða hafi átt sé stað hjá seðlabönkum í hinum vestræna heimi í þessum efnum. Hann segir að Seðlabanki Íslands fylgist að sjálfsögðu með þróuninni.

„Seðlabanki Íslands er lítill seðlabanki þannig að hann mun ekki verða leiðandi þegar kemur að tækninýjungum sem þessum en það er mikilvægt að við fylgjumst með. Það eru þó engar vangaveltur uppi um að fara strax af stað með það verkefni að gefa út íslenska rafkrónu,“ segir Gunnar.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK