Finnst stjórnmálin of tengd hagsmunum

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Morgunblaðið/Karítas Guðjónsdóttir

„Við í Viðskiptaráði horfum alltaf á hlutina út frá málefnum frekar en stjórnmálaflokkum,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í opnuviðtali við ViðskiptaMoggann spurður hver hans draumaríkisstjórn yrði eftir næstu kosningar.

Hann segir að Viðskiptaráð fagni öllum stjórnmálahreyfingum sem deili sýn ráðsins um hvernig megi bæta lífskjör landsmanna og stuðla að blómlegu samfélagi.

„Ég hef enga skoðun á því hvaða flokkar ættu að vera í stjórn eða eitthvað slíkt. Ég vona bara að stjórnarsáttmáli næstu ríkisstjórnar verði í takt við það sem við hjá Viðskiptaráði höfum talað fyrir,“ segir Björn.

Er eitthvað sem þér finnst ábótavant í hinu pólitíska umhverfi núna?

„Stjórnmál eru almennt of nátengd sérhagsmunum. Ríkið setur til að mynda einhverjar reglur á eða skatta sem eiga að vernda almenning en síðan snúast þessar reglusetningar upp í andhverfu sína. Stjórnvöld eru farin að vinna fyrir einhverja hagsmunahópa frekar en almenning og þetta er stærsta meinsemdin þegar kemur að stjórnmálunum. Þetta er þekktur vandi fulltrúalýðræðis og er tengt öllum flokkum og á ekki bara við á Íslandi,“ segir Björn og útskýrir að það sé einmitt vegna þessa sem Viðskiptaráð talar fyrir minni ríkisafskiptum.

„Reglusetning á vegum hins opinbera sem gerð er í góðum tilgangi veldur stundum aukaverkunum sem eru verri en sjúkdómurinn. Þess vegna tölum við fyrir því að halda opinberum afskiptum í lágmarki,“ segir Björn. 

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, er í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK