FME gefur grænt ljós á samruna Landsbankans og TM

Beðið er eftir samþykkt Samkeppniseftirlitsins.
Beðið er eftir samþykkt Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/sisi

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands metur Landsbankann hæfan til þess að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum. 

Þar segir einnig að fjármálaeftirlitið hafi metið bankann hæfan til að fara með virkan eignarhlut í TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. sem eru dótturfélög TM trygginga hf. 

Beðið eftir samþykkt Samkeppniseftirlitsins

Landsbankinn undirritaði samning um kaup á öllu hlutafé í TM í maí en í tilkynningunni segir að markmiðið með kaupunum sé að bjóða viðskiptavinum upp á fjölbreyttari þjónustu, fjölga tekjustoðum og auka verðmæti bankans fyrir hluthafa. 

Samkeppniseftirlitið á þó enn eftir að samþykkja kaupin en kaupin eru háð þeim fyrirvörum að fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið samþykki þau. 

Formleg málsmeðferð hjá Samkeppniseftirlitinu er hafin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK