Bananalýðveldið hagnast um 10 milljónir

Björn Bragi Arnarsson eigandi Bananalýðveldisins.
Björn Bragi Arnarsson eigandi Bananalýðveldisins. Kristinn Magnússon

Bananalýðveldið ehf., eignarhaldsfélag í eigu skemmtikraftsins Björns Braga Arnarssonar, hagnaðist um 10 milljónir króna á síðasta ári en velta félagsins nam tæpum 27 milljónum á árinu.

Eignir félagsins námu 480 milljónum í árslok en þar af var eigið fé ríflega 322 milljónir.

Bananalýðveldi Björns Braga vakti mikla athygli þegar félagið tók þátt í lokuðu hlutabréfa útboði Íslandsbanka árið 2022.

Það árið nam hagnaður félagsins 38 milljónum, sem er nær fjórfaldur hagnaður síðasta árs. Þá nam velta félagsins aðeins 6,5 milljónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK