Hreinsunartækin sögð menga fisk og skeldýr

Hreinsunarbúnaður sem á að draga úr loftmengun frá skipum dælir …
Hreinsunarbúnaður sem á að draga úr loftmengun frá skipum dælir úrgangi í sjóinn og getur það haft áhrif á heilsu manna. mbl.is/Árni Sæberg

Útblásturshreinsibúnaður sem komið hefur verið fyrir í skipum kann að hafa skaðleg áhrif á fólk með því að menga fisk og skeldýr. Kemur þetta fram í innanhúss-skýrslu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem breska dagblaðið Guardian hefur undir höndum. En stofnunin innleiddi sjálf reglur sem leiddu til notkunar búnaðarins.

Í skýrslunni segir að ekki liggi fyrir nægilega áreiðanlegar upplýsingar til þess að hægt sé að leggja mat á hættu sem steðjar að manneskjum af notkun hreinsunarbúnaðarins sem kallaður er „scrubber“ á ensku. Búnaðurinn er til þess gerður að draga úr loftmengun sem fylgir útblæstri skipa, en ódýrustu og vinsælustu gerðir búnaðarins dæla mengandi ögnum í sjóinn.

Guardian segir frá því að skipafélög um allan heim hafi ráðstafað yfir 12 milljörðum Bandaríkjadala, ígildi 1.500 milljarða íslenskra króna, í verkefni er tengjast því að koma hreinsunarbúnaði fyrir í skipum sínum í þeim tilgangi að uppfylla alþjóðlega staðla um loftmengun sem tóku gildi 1. janúar 2020. Á þetta einnig við íslensk skip.

Losað í Vestmannaeyjahöfn

Dæmi eru um að úrgangi hafi verið dælt í hafnir, meðal annars í Vestmannaeyjum síðastliðið haust. Fram kemur í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyjabæjar frá 17. september að útblásturshreinsibúnaður (open loop scrubber) um borð í Lagarfoss, skipi Eimskips, hafi verið í notkun þegar skipið fór frá bryggju með þeim afleiðingum að sjóblandað sót sem inniheldur brennisteinsögnum skolaðist í höfnina.

Í kjölfar atviksins upplýsti Eimskip að „hreinsibúnaðurinn var framleiddur og er starfræktur í samræmi við leiðbeiningar IMO“.

Fram kemur í umfjöllun Guardian að notkun „scrubbers“-búnaðar getur haft áhrif á hvernig höfnum sé viðhaldið og tilkynntu samtök breskra hafna (BPA) í október að notkun þess gæti leitt til þess að einhverjar breskar hafnir yrðu ónothæfar vegna mengaðs botnfalls. Jafnframt gæti mengunin leitt af sér aukinn kostnað við dýpkun og/eða hreinsun hafna.

Ekki hægt að framkvæma hættumat

Efnin sem dælt er í sjóinn við notkun búnaðarins og sérfræðingar hafa sérstakar áhyggjur af eru svokölluð PAH, en þau hafa verið talin auka líkur á húð-, lungna-, þvagblöðru-, lifrar- og magakrabbameinum.

Í skýrslunni segir að framkvæmd hættumats hafi ekki verið möguleg vegna ófullnægjanlegra fyrirliggjandi upplýsinga og er varað við því að eiturefni geti „líklega“ borist til manna með neyslu sjávarafurða.

Haft er eftir Christopher Elliott, prófessor við Fæðuöryggisstofnun í Háskóla drottningarinnar í Belfast (e. Queen‘s University Belfast), að söfnun PAH-efna í neðri hluta fæðukeðjunnar geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir heilsu manna og „skaðað ónæmiskerfi og mögulega aukið líkurnar á krabbameini.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 3.104 kg
Þorskur 517 kg
Samtals 3.621 kg
1.6.24 Kári SH 78 Grásleppunet
Grásleppa 648 kg
Samtals 648 kg
1.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 521 kg
Samtals 521 kg
1.6.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.984 kg
Samtals 1.984 kg
1.6.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 302 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 3.104 kg
Þorskur 517 kg
Samtals 3.621 kg
1.6.24 Kári SH 78 Grásleppunet
Grásleppa 648 kg
Samtals 648 kg
1.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 521 kg
Samtals 521 kg
1.6.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.984 kg
Samtals 1.984 kg
1.6.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 302 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »