Brim muni ekki afhenda gögn til SKE

Brim hf. hyggst ekki afhenda gögnin.
Brim hf. hyggst ekki afhenda gögnin. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Brim hf. hyggst ekki afhenda gögn til Samkeppniseftirlitsins vegna úttektar þess á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi, fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála tekur málið fyrir.

Rúv greinir frá þessu.

Guðmundur Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri Brims hf., hefur gagnrýnt úttekt Samkeppniseftirlitsins (SKE) harðlega. Fyrr í mánuðinum ákvað SKE að beita dagsektum gagnvart Brimi hf. vegna þess að útgerðarfélagið hefur neitað að afhenda gögn vegna fyrrnefndrar úttektar. Sektarupphæðin á dag er 3,5 milljónir króna, en áður hefur verið greint frá því að Brim hf. sé eina fyrirtækið sem eigi eftir að afhenda gögnin.

Dagsektabeitinguna kærði Brim hf. í kjölfarið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Guðmundur Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri Brims. Aðsend mynd

Guðmundur hefur meðal annars sagt SKE endurtekið hafa veikt samkeppnishæfni íslenskra útflutningsfyrirtækja. Þá sé það óeðlilegt að „eitt fram­kvæmd­arvald geti samið um pen­inga­greiðslur til ann­ars fram­kvæmd­arvalds um að rann­saka fyr­ir­tæki og borg­ara í land­inu.“

Vegna úttektarinnar, sem tilkynnt var í október á síðasta ári, var ákveðið að SKE skyldi fá 35 milljóna króna viðbótargreiðslu frá matvælaráðuneytinu til þess að framkvæma úttektina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 3.104 kg
Þorskur 517 kg
Samtals 3.621 kg
1.6.24 Kári SH 78 Grásleppunet
Grásleppa 648 kg
Samtals 648 kg
1.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 521 kg
Samtals 521 kg
1.6.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.984 kg
Samtals 1.984 kg
1.6.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 302 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 3.104 kg
Þorskur 517 kg
Samtals 3.621 kg
1.6.24 Kári SH 78 Grásleppunet
Grásleppa 648 kg
Samtals 648 kg
1.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 521 kg
Samtals 521 kg
1.6.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.984 kg
Samtals 1.984 kg
1.6.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 302 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »