Mun ekki víkja frá ráðgjöf vísindamanna

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir ráðgjöf fiskisfræðinga besta leiðsögnin um högun …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir ráðgjöf fiskisfræðinga besta leiðsögnin um högun veiða. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra heitir því að víkja ekki frá ráðgjöf vísindamanna um hámarksafla þrátt fyrir athugasemdir hagsmunaaðila. Þetta skrifar hún pistli sem birtur var í Morgunblaðinu um helgina.

Þar segir hún að í „samtölum við hagsmunaaðila kemur stundum fram gagnrýni á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og það sjónarmið að rétt sé að meta það í hvert sinn hvort ráðgjöf sé fylgt að fullu.“

Bendir Svandís á að fiskifræðingar byggi ráðgjöf sína á þeim mælingum og rannsóknum sem gerðar eru á ári hverju sem og fyrri þekkingu sem skapast hefur á grundvelli vísindalegra mælinga og rannsókna. Í ljósi þessa sé ráðgjöf þeirra um hámarksafla nytjastofna íslensks sjávarutvegs besta leiðsögnin um högun veiða.

Á ári hverju heyrist nokkur gagnrýni á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og var í ár töluverð vonbrigði að ráðlagður hámarksafli í þorski hafi ekki verið aukinn meira en 1% í ljósi þess hve sjómenn upplifa mikið um þorsk á miðunum. Á síðasta ári var mikil óánægja með samdrátt í gullkarfa.

Efling rannsókna

„Í hvert sinn sem ráðgjöf er sett fram eru þrír möguleikar. Ráðgjöfin getur verið rétt, hún getur vanmetið stofn eða ofmetið hann. Ef fiskifræðingar vanmeta stofn þýðir það meiri afla í framtíðinni. Ofmeti þeir stofnana þýðir það að áfallið verður minna í framtíðinni ef engar hömlur hefðu verið. Augljóst er að betra er að vanmeta stofn heldur en ofmeta, það er ástæðan fyrir því að varúðarnálgun við stjórnun fiskveiða er skynsamleg nálgun. Þannig hníga öll skynsemisrök að því að fara ætíð eftir ráðgjöfinni. Það hefur gefist ágætlega hingað til og er ástæða þess að ég mun fara að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, hér eftir sem hingað til,“ skrifar Svandís.

„Þrátt fyrir að skárra sé að vanmeta stofna en ofmeta þá er auðvitað best að stofnmatið sé rétt. Með því að efla hafrannsóknir aukum við líkurnar á að það gerist. Með því að bæta líkön og draga úr óvissu verður ráðgjöfin betri eins og gerst hefur síðustu áratugina. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir sjávarútveginn og almenning að okkur takist að efla hafrannsóknir og því legg ég á það áherslu,“ segir að lokum.

Pistillinn má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 3.104 kg
Þorskur 517 kg
Samtals 3.621 kg
1.6.24 Kári SH 78 Grásleppunet
Grásleppa 648 kg
Samtals 648 kg
1.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 521 kg
Samtals 521 kg
1.6.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.984 kg
Samtals 1.984 kg
1.6.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 302 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 3.104 kg
Þorskur 517 kg
Samtals 3.621 kg
1.6.24 Kári SH 78 Grásleppunet
Grásleppa 648 kg
Samtals 648 kg
1.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 521 kg
Samtals 521 kg
1.6.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.984 kg
Samtals 1.984 kg
1.6.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 302 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »