Ryan Gosling fór á kostum sem „Beavis“

Mikey Day og Ryan Gosling klæddir upp eins og Beavis …
Mikey Day og Ryan Gosling klæddir upp eins og Beavis og Butt-head. Samsett mynd

Kanadíski leikarinn Ryan Gosling fór á kostum sem gestastjórnandi Saturday Night Live síðastliðið laugardagskvöld. Var þetta í þriðja sinn sem Gosling stýrir hinum sívinsæla gamanþætti. 

Leikarinn brá sér í ótal gervi og fékk áhorfendur til að brosa og skella upp úr oftar en einu sinni, tvisvar og þrisvar. 

Eftirminnilegasta sena þáttarins var án efa Beavis and Butt-Head. Gosling mætti á svið klæddur upp eins og teiknimyndakarakterinn Beavis. Liðsmaður Saturday Night Live, Mikey Day, fór með hlutverk Butt-Head.

Gervi beggja var til fyrirmyndar, frábærlega skoplegt og ýkt, en báðir áttu leikararnir erfitt með að stilla sig um að skella ekki upp úr.

Butt-Head-gervi Day fékk mótleikkonu þeirra, Heidi Gardner, til að veltast um úr hlátri og átti hún í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum senuna, sem kitlar hverja hláturtaug.


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg