AfD enn á lista sem hættuleg öfgasamtök

Peter Boehringer og Roman Reusch meðlimir AfD.
Peter Boehringer og Roman Reusch meðlimir AfD. AFP/Ina Fassbender

Hæstiréttur í Þýskalandi úrskurðaði í dag að þýska leyniþjónustan geti haldið áfram að fylgjast með öfgahægriflokknum Alternative für Deutschland (AfD). Frá þessu greinir Reuters fréttastofan.

AfD hefur verið á lista innanríkisleyniþjónustu Þýskalands sem hættuleg öfgasamtök síðan árið 2021.

Dómstóllinn í Münster telur að nægar sannanir séu fyrir því að AfD fari gegn stjórnarskrá landsins og gegn mannlegri reisn ákveðinna hópa.

Dómstóllinn telur jafnframt sannanir séu fyrir því að meðlimir innan flokksins hyggist draga úr réttindum innflytjenda.

Þá hafa einnig verið ásakanir á lofti um að innan flokksins séu njósnarar frá Kína og Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka