Fjöldi brota ríflega sexfaldaðist

Brotum gegn öllum opinberum starfsmönnum lögreglunnar og héraðssaksóknara hefur fjölgað …
Brotum gegn öllum opinberum starfsmönnum lögreglunnar og héraðssaksóknara hefur fjölgað umtalsvert á liðnum áratug. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brotum gegn öllum opinberum starfsmönnum lögreglunnar og héraðssaksóknara hefur fjölgað umtalsvert á liðnum áratug. Árið 2013 voru skráð brot 146 í heildina en árið 256. Mest fjölgaði brotum milli ára frá 2022 til 2023, þegar brotum fjölgaði alls um 45. Í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra ríflega sexfaldaðist fjöldi brota.

Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra sem svaraði fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar um hótanir og ofbeldi gagnvart starfsmönnum lögreglu, ákæruvalds og dómsvalds.

Fyrirspurn Njáls Trausta er þríþætt:

1. Hversu mörg atvik hótana og ofbeldis gagnvart starfsmönnum lögreglunnar hafa átt sér stað á ári hverju frá 2013? Óskað er sundurliðunar eftir lögregluumdæmum.

2. Hversu mörg atvik hótana og ofbeldis gagnvart starfsmönnum ákæruvaldsins hafa átt sér stað á ári hverju frá 2013? Óskað er sundurliðunar eftir embættum.

3. Hversu mörg atvik hótana og ofbeldis gagnvart handhöfum dómsvaldsins og starfsmönnum dómstóla hafa átt sér stað á ári hverju frá 2013? Óskað er sundurliðunar eftir dómstólum.

Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að ekki sé unnt að taka upplýsingar úr kerfinu með einföldum hætti eftir einstökum starfsheitum opinberra starfsmanna. Slíka skráningu þyrfti að handvinna með því að skoða hvert einstakt mál í kerfinu. Af þeim sökum sé ekki unnt að svara fyrirspurninni með þeim hætti sem óskað var eftir en þó sé unnt að aðgreina upplýsingar eftir því hvort um sé að ræða brot gegn lögreglumanni eða öðrum opinberum starfsmanni.

Tölurnar séu því framsettar með þeim hætti að einungis er aðgreint eftir því hvort um er að ræða lögreglumenn eða aðra opinbera starfsmenn.

Kort/mbl.is

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert