Jón Gnarr: „Enginn frambjóðönd“ elskar sauðkindina eins og ég

Jón Gnarr forsetaframbjóðandi elskar íslensku sauðkindina, eins og sést á …
Jón Gnarr forsetaframbjóðandi elskar íslensku sauðkindina, eins og sést á myndinni. Ljósmynd/Jón Gnarr

Jón Gnarr grínisti og forsetaframbjóðandi fullyrðir að engin „frambjóðönd“ elski íslensku sauðkindina jafnmikið og hann.

Þetta ritar hann á X, áður Twitter, þar sem hann birtir jafnframt mynd af sér í fjárhúsi kyssa lítið lamb á munninn.

„það er eitt að halda á lambi, annað að kyssa það. enginn frambjóðönd elskar íslensku sauðkindina jafnmikið og ég,“ segir í tísti grínistans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert