Hvernig er rétt að haga umgengni tveggja ára barns eftir skilnað?

Berglind Svavarsdóttir.
Berglind Svavarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem spyr um umgengni tveggja ára gamals barns eftir skilnað. 

Sæl Berglind. 

Hvað eru ráðleggingar með umgengni tveggja ára barn eftir skilnað? Fær það að gista hjá aðra foreldra og hvenær er það ráðlagt að byrja? Er aldurs takmarkað? Ef foreldrar eru ekki sammála um það og ef sýslumaður úrskurði það, hvernig lita þetta út, getið nefna dæmi?

Kveðja, 

KO

Kæra KO. 

Um umgengnisréttinn er fjallað í 46. gr. barnalaga nr. 76/2003. Þar er skýrlega tekið fram að barn eigi rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldra sinna sem það býr ekki hjá, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Þá á foreldri sem barn býr ekki hjá í senn rétt og ber skylda til að rækja umgengni við barn sitt.

Foreldri sem barn býr hjá er að sama skapi skylt að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt foreldrið nema hún sé andstæð hag og þörfum barns að mati dómara eða lögmælts stjórnvalds. Það fer alveg eftir hagsmunum barnsins og aðstæðum að öðru leyti hvernig ber að haga umgengninni þ.á.m. hvernig samvistum foreldra og barns hafi verið háttað áður.  

Hafi tveggja ára barn verið í jöfnum samvistum við báða foreldra þá er ekkert því til fyrirstöðu að það sé í næturgistingu hjá umgengnisforeldri a.t.t. til hagsmuna þess og aðstæðna að öðru leyti.

Kær kveðja, 

Berglind Svavarsdóttir lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Berglindi eða öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál