Jafnar met Senna

Frá minningarathöfn Ayrton Senna á fimmtudag
Frá minningarathöfn Ayrton Senna á fimmtudag AFP/ANDREJ ISAKOVIC

Hollenski ökuþórinn Max Verstappen jafnaði í dag met Ayrton Senna en hann náði sínum áttunda ráspól í röð í tímatökum fyrir ítalska kappaksturinn í Formúlu 1, á brautinni sem Senna lést á fyrir 30 árum síðan.

Brasilíumaðurinn Senna lét lífið í slysi á Imola brautinni árið 1994 og Verstappen, ásamt hinum ökuþórum Formúlunnar, minntust dagsins sem skók akstursheiminn. Austurríkismaðurinn Roland Ratzenberger lést einnig í sömu keppni.

„Ég er auðvitað ánægður með að ná ráspól í þessari keppni. Hann var ótrúlegur ökumaður og ekki síst í tímatökum. Þetta er góður dagur fyrir mig og fyrir liðið“. Sagði Verstappen eftir tímatökuna í dag.

Oscar Piastri sem hafnaði í öðru sæti fékk þriggja sæta refsingu fyrir að trufla Kevin Magnussen og ræsir fimmti. Lando Norris ræsir annar og Charles Leclerc þriðji.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert