Rautt spjald og hasar á Akureyri

Ásgeir Sigurgeirsson jafnar í kvöld.
Ásgeir Sigurgeirsson jafnar í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

KA og KR spiluðu í 5. umferð Bestu-deildar karla í dag á KA-vellinum á Akureyri. Liðin gerðu 1:1 jafnrefli í miklum baráttuleik þar sem gult og rautt var ansi áberandi. KA er nú með tvö stig í 10. sæti en KR er með sjö stig í 5. sæti.

Fyrri hálfleikur var mjög kaflaskiptur. KR-ingar réðu lögum og lofum fyrstu mínúturnar og þeir skoruðu strax á 3. mínútu leiksins. Atli Sigurjónsson fékk að athafna sig við vítateiginn hægra megin. Hann er með einn besta spyrnufót landsins og hann bara plantaði boltanum með vinstri út við stöng vinstra megin. Óverjandi fyrir Steinþór Má í marki KA. KA-menn voru svo heppnir að KR skoraði ekki fleiri mörk.

Steinþór Már var nærri búinn að gefa mark og svo nældi Atli í vítaspyrnu. Benóný Breki Andrésson fór á vítapunktinn en skot hans var varið. Skömmu síðar hringdi vekjaraklukka KA-manna og þeir fóru að spila betur með hverri mínútunni. Um miðjan hálfleikinn var jafnræði með liðunum en KA reyndi ákaft að jafna leikinn fyrir hálfleik.

Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Norðanmenn voru í stórsókn án þess þó að skapa einhver dauðafæri allt fram að hálfleiksflautinu. Staðan var 1:0 fyrir KR í hálfleik og KA-menn eflaust svekktir að hafa ekki náð að jafna fyrir hlé.

Jafnræði var með liðunum lengi vel í seinni hálfleiknum og liðin skiptust á að sækja. Til tíðinda dró á lokakafla leiksins. Guy Smit fékk rautt spjald skömmu eftir að hann slapp með gult eftir að hafa fellt Ásgeir Sigurgeirsson, sem var að sleppa einn í gegn.

Ásgeir var snöggur upp, tók boltann og ætlaði að taka á sprett að opnu marki KR. Þá var flautað og allt varð vitlaust. Lið KR og Guy sluppu þar með aukaspyrnu utan við teig og gult spjald. Guy fékk reisupassann skömmu seinna fyrir að tefja.

KA-menn nýttu sér liðsmuninn manni fleiri og náðu að jafna leikinn tíu mínútum fyrir leikslok. KA sótt svo stíft á lokakaflanum en náði ekki að bæta við marki. Heimamenn vildu víti í blálokin en fengu bara aukaspyrnu við vítateiginn. Þetta var skrautlegur leikur og nokkuð strembinn fyrir dómaratríóið og menn munu eflaust ræða viss atriði í þaula.

Atli Sigurjónsson og Rodri Gomes eigast við í dag.
Atli Sigurjónsson og Rodri Gomes eigast við í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

KA-menn voru með örlítið breytta uppstllingu á liði sínu frá öðrum leikjum. Rodrigo Gomes spilaði í miðverðinum og Ívar Örn Árnason var vinstri bakvörður. Olli þessi uppstilling miklum vanda hjá KA í byrjun leiks og má segna að Ívar Örn hafi bara verið úti á túni framan af. Miðverðirnir Rodri og Hans Viktor Guðmundsson voru langbestu menn KA í leiknum. Báðir yfirvegaðir og fastir fyrir.

Miðjumenn KA voru lítt áberandi en Elfar Árni Aðalsteinsson var drjúgur í fremstu línu þar sem hann stóð í hálfgerðum slagsmálum þann tíma sem hann var inni á vellinum Ásgeir Sigurgeirsson var duglegur að koma sér í færi og Hallgrímur Mar var góð viðbót í sóknarlínu KA.

Lið KR var fast fyrir í leiknum með þá Finn Tómas Pálmason og Alex Óskar Andrésson í fantaformi í miðvarðastöðunum. Alex Óskar var sérstaklega flottur og bjargaði sínu liði oft fyrir horn. Svipað var uppi á teningnum hjá KR og KA þegar miðja og framlína er skoðuð. Menn voru duglegir, áttu sín augnablik en sýndu engan skínandi leik.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

KA 1:1 KR opna loka
90. mín. Það eru sex aukamínútur í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert