6. umferð: Kristinn, Atli og Ásgeir með áfanga

Kristinn Freyr Sigurðsson er 19. leikjahæstur í efstu deild.
Kristinn Freyr Sigurðsson er 19. leikjahæstur í efstu deild. mbl.is/Óttar Geirsson

Kristinn Freyr Sigurðsson úr Val lék sinn 250. leik í efstu deild hér á landi þegar Valur vann KA, 3:1, á laugardaginn.

Hann er 19. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær þessum leikjafjölda. Kristinn hefur þar af leikið 212 leiki fyrir Val í deildinni, 24 fyrir FH og 14 fyrir Fjölni. Deildaleikir hans á ferlinum, heima og erlendis, eru 314 talsins.

Atli Arnarson, miðjumaður HK, lék sinn 250. deildaleik á ferlinum í gær þegar Kópavogsliðið vann KR, 2:1, á Meistaravöllum. Af þessum leikjum er 131 í úrvalsdeild, 78 í 1. deild, 25 í 2. deild og 16 í 3. deild en Atli lék með Tindastóli, Leikni í Reykjavík og ÍBV áður en hann kom til HK í ársbyrjun 2019. Hann er þriðji leikjahæstur í sögu HK í efstu deild með 80 leiki fyrir félagið og sá næstmarkahæsti með 15 mörk.

Atli Arnarson - 250 deildaleikir.
Atli Arnarson - 250 deildaleikir. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, lék sinn 200. deildaleik á ferlinum gegn Val. Þar af eru 145 leikir fyrir KA í efstu deild en hann er næstleikjahæstur KA-manna, á eftir Hallgrími Mar Steingrímssyni sem er með 162 leiki. Hallgrímur bætti jafnframt markamet sitt fyrir KA í leiknum en það er nú 54 mörk.

Ásgeir Sigurgeirsson - 200 deildaleikir.
Ásgeir Sigurgeirsson - 200 deildaleikir. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Jón Guðni Fjóluson lék með Víkingi gegn FH í gærkvöld, þegar Víkingar unnu 2:0, og spilaði þar með sinn fyrsta deildaleik á Íslandi í þrettán ár, eða síðan hann fór frá Fram í atvinnumennsku sumarið 2011.

Ellefu leikmenn eru þegar komnir á blað í markaskorun hjá Breiðabliki á tímabilinu, eftir aðeins sex leiki. Danski varnarmaðurinn  Daniel Obbekjær bættist í hópinn í Fylkisleiknum en hann skoraði þá sitt fyrsta mark í deildinni, í sínum öðrum leik.

Hallgrímur Mar Steingrímsson bætti markamet sitt fyrir KA í efstu deild gegn Val og skoraði sitt 54. mark fyrir Akureyrarfélagið í deildinni.

Gabríel Snær Gunnarsson og Matthías Daði Gunnarsson komu inn á í sínum fyrsta leik í efstu deild þegar ÍA vann Vestra, 3:0.

Guðfinnur Þór Leósson skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍA í deildinni í þeim leik.

Úrslit­in í 6. um­ferð:

Stjarn­an - Fram 1:1
ÍA - Vestri 3:0
Val­ur - KA 3:1
KR - HK 1:2
Vík­ing­ur R. - FH 2:0
Fylk­ir - Breiðablik 0:3

Marka­hæst­ir í deild­inni:
6 Vikt­or Jóns­son, ÍA
5 Pat­rick Peder­sen, Val
4 Atli Sig­ur­jóns­son, KR
3 Aron Elís Þránd­ar­son, Vík­ingi R.
3 Atli Þór Jónas­son, HK
3 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi R.
3 Gylfi Þór Sig­urðsson, Val
3 Sig­urður Bjart­ur Halls­son, FH
2 Andri Rún­ar Bjarna­son, Vestra
2 Ari Sig­urpáls­son, Vík­ingi R.
2 Arnþór Ari Atlason, HK
2 Aron Bjarnason, Breiðabliki
2 Ásgeir Sig­ur­geirs­son, KA
2 Benjamin Stokke, Breiðabliki
2 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
2 Guðmundur Magnússon, Fram
2 Guðmund­ur Bald­vin Nökkva­son, Stjörn­unni
2 Hall­dór Jón Sig­urður Þórðar­son, Fylki
2 Helgi Guðjónsson, Víkingi R.
2 Hinrik Harðar­son, ÍA
2 Ja­son Daði Svanþórs­son, Breiðabliki
2 Kjart­an Kári Hall­dórs­son, FH
2 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi R.
2 Óli Valur Ómarsson, Stjörnunni

Næstu leik­ir:
20.5. Vestri - Víkingur R.
20.5. KA - Fylkir
20.5. FH - KR
21.5. Breiðablik - Stjarnan
21.5. Fram - ÍA
21.5. HK - Valur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka