Fjörugur fimm marka leikur á Old Trafford

Casemiro reynir hjólhestaspyrnu í kvöld.
Casemiro reynir hjólhestaspyrnu í kvöld. AFP/Oli Scarff

Manchester United komst aftur á sigurbraut er liðið hafði betur gegn Newcastle, 3:2, á heimavelli í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

United jafnaði Newcastle að stigum með sigrinum og eru þau bæði með 57 stig og berjast um sjöunda sæti og sæti í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð.

Heimamenn komust yfir á 31. mínútu er Kobbie Mainoo skoraði eftir góða sendingu frá Amad Diallo. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Newcastle byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og Anthony Gordon jafnaði á 49. mínútu eftur fyrirgjöf frá Jacob Murphy.

Átta mínútum síðar komst United aftur yfir er Diallo negldi boltanum í netið eftir horn. Varamaðurinn Rasmus Höjlund gerði þriðja markið á 84. mínútu, mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður, er hann kláraði vel í teignum.

Lewis Hall minnkaði muninn með glæsilegu skoti í uppbótartíma en nær komst Newcastle ekki og Manchester United fagnaði kærkomnum sigri.

Man. United 3:2 Newcastle opna loka
90. mín. Leik lokið United er komið á sigurbraut á ný eftir þennan fjöruga leik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka