Liverpool vill ekki selja leikmanninn

Luis Díaz er lykilmaður í liði Liverpool.
Luis Díaz er lykilmaður í liði Liverpool. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur ekki áhuga á að selja kólumbíska kantmanninn Luis Díaz í sumar. 

Díaz hefur verið lykilmaður í liði Liverpool og byrjað 31 af þeim 36 leikjum sem hann hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. 

Díaz hefur þá skorað átta mörk og lagt önnur fimm upp en hann hefur oft verið óhittinn fyrir framan markið. 

Fyrr á þessu ári var sagt í enskum miðlum að Liverpool gæti selt Kólumbíumanninn í sumar og að stórlið eins og París SG og Barcelona hefðu áhuga. 

Nú segir hins vegar sá áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic að Liverpool hafi engan áhuga á að selja Díaz.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert