Rekinn frá Juventus fyrir furðulega hegðun

Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri. AFP/Marco Bertorello

Massimiliano Allegri hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Juventus í ítölsku A-deildinni eftir óviðeigandi hegðun í bikarleik á dögunum.

Félagið gaf út tilkynningu um uppsögnina í dag en Allegri þjálfaði liðið frá 2014 til 2019 og gerði liðið þá fimm sinn­um að Ítal­íu­meist­ur­um og tók svo aftur við liðinu í maí árið 2021.

„Uppsögnin kemur í kjölfar hegðunar í og eftir úrslitaleikinn í ítölsku bikarkeppninni sem félagið telur skarast á við gildi þess og þá hegðun sem fulltrúar félagsins eiga að hafa,“ stóð í tilkynningu frá Juventus en liðið varð bikarmeistari síðastliðinn miðvikudag.

Allegri fékk rautt spjald í leiknum, sparkaði í skilti, kastaði af sér jakka og bindi og hótaði blaðamanni eftir leikinn.




Massimiliano Allegri reif sig úr jakkanum og tók bindið af …
Massimiliano Allegri reif sig úr jakkanum og tók bindið af sér. AFP/Filippo Monteforte
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert