Missti titilinn fyrir að vera 600 grömmum of þung

Smilla Sundell
Smilla Sundell Ljósmynd/One bardagasamtökin

Hnefaleikakonan sænska Smilla Sundell þurfti að láta af hendi heimsmeistaratitil sinn í strávigt fyrir að vera 600 grömmum of þung í vigtuninni fyrir bardaga við Nataliu Diachkovu á One 22 bardagakvöldinu.

Sundell, sem er aðeins 19 ára gömul, skráði sig í sögubækurnar er hún varð heimsmeistari í strávigt aðeins 17 ára gömul og varð í leiðinni yngsti heimsmeistari sögunnar í þyngdarflokknum.

Bardaginn mun fara fram en Sundell mun ekki halda í strávigtarbeltið sitt, jafnvel þó hún sigri. Þá mun Diachkova fá 30 prósent af launum Sundell fyrir bardagann vegna 600 grammanna dýrkeyptu.

„Ég hugsaði um að raka af mér allt hárið en það hefði ekki dugað. Þetta er ömurlegt,“ sagði hún við Aftonbladet í heimalandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert