Aníta norðurlandameistari

Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir

Frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir varð í dag Norðurlandameistari í 1500 metra hlaupi kvenna. Aníta hljóp á tímanum 4.19,14 mín sem er hennar besti árangur á tímabilinu.

Birna Kristín Kristjánsdóttir varð sjötta í langstökki og Irma Gunnarsdóttir þrettánda. Hilmar Örn Jónsson hafnaði í fjórða sæti í sleggjukasti en hann náði sínu besta kasti á tímabilinu, 71.50 metra.

Sautján Íslendingar taka þátt mótinu sem lýkur á morgun. Úrslitin má sjá hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert