Samstarfshópur einstaklinga, fyrirtækja og fjölmiðla stendur fyrir landssöfnun til styrktar þeim sem þjást vegna hamfaraflóðanna í Asíu. Söfnunin stendur frá þriðjudeginum 11. janúar til laugardagsins 15. janúar og nær hámarki með sameiginlegri sjónvarpsútsendingu Ríkissjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás eins á laugardagskvöldinu. Þann sama dag verður einnig safnað í Smáralind og Kringlunni, en gert er ráð fyrir að yfir 100 þúsund manns heimsæki þessar tvær verslunarmiðstöðvar.
Söfununarsímarnir eru:
901-1000 sem gefur 1.000 kr,
901-3000 sem gefur 3.000 kr. og
901-5000 sem gefur 5.000 kr.
Einnig er hægt að leggja inn fjárframlög á reikning hjá Landsbankanum sem er fjárvörsluaðili söfnunarinnar.
Reikningsnúmer:
0101-26-755500
Kennitala: 470105-3990
Verndari söfnunarinnar og talsmaður er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands.
Allt fé sem safnast fer til neyðarhjálpar og uppbyggingar á hamfarasvæðunum í gegnum hjálparstarf Rauða kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Barnaheill, SOS barnaþorp og Unicef.
Um hjálparstarfið. Smellið á merki samtakanna til að fræðast um starf þeirra: