Guðrún Bergmann - haus
14. október 2010

Grænt Reykjavíkurkort

GreenMaplitid_ikon Umsjónarmaður og eigandi vefsins Náttúran.is hefur, í samvinnu við fjölþjóðlega verkefnið Green Maps® System, Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands, gefið út grænt Reykjavíkurkort. Tilgangur grænna korta víða um heim er að gera vistvæna kosti á sviði viðskipta, menningar og ferðaþjónustu sýnilegri og aðgengilegri. Græn kort hafa nú verið þróuð í yfir 600 sveitarfélögum, borgum og hverfum í 55 löndum. Ísland er fyrsta landið sem flokkar allt landið eftir Green Map kerfinu.


Green Map er lifandi kerfi og lagar sig að þeirri þróun sem á sér stað í þjóðfélaginu. Það er von útgefanda að græn kort verði með öllu ónauðsynleg innan frárra ára enda verði græn hugsun þá orðin sjálfsögð, ekki undantekning, eins og nú er. Fram að þeim tíma er hins vegar öllum frjálst að fá skráningu á Grænt Reykjavíkurkort og Grænt Íslandskort, svo framarlega sem starfsemi viðkomandi uppfyllir þau skilyrði og viðmið sem sett eru í Green Map kerfinu.

Kortið er viðamikið og afar fróðlegt aflestrar, en textinn er bæði á íslensku og ensku. Öðrum megin á því er kort af Reykjavík með öllum þeim táknum sem sýna græna þjónustu svo sem hvar hægt sé að kaupa vistvænt eldsneyti, hvar græn fyrirtæki eru, heilsusamlegir matsölustaðir og bændamarkaðir svo eitthvað sé nefnt. Hinum megin er mynd af húsi og fjallað um umhverfisþætti hvers herbergis fyrir sig í húsinu. Jafnframt eru góðar upplýsingar um hvað ber helst að hafa í huga í hverju herbergi fyrir sig til að gera það sem vistvænast.

Eins og áður segir er grunnskárning á kortið er ókeypis, en hægt er að kaupa ítarlegri skráningu gegn vægu gjaldi. Hægt er að hafa samband við Guðrúnu Arndísi Tryggvadóttur í síma 483 1500 eða senda henni póst á nature@nature.is til að fá nánari upplýsingar um hvar kortið er að fá, en það var að fara í dreifingu.