Atvinnumenn í hlaupagreinum eru nánast undantekningarlaust með skrefafjölda 100 +. Góðir hlauparar um 90-98 meðan að byrjendur eru oft í kringum 65. Dæmigerðir hlauparar sem við mælum hér hjá okkur (45-50 min fyrir 10 km) eru gjarnan í kringum 84. Með því að auka hjá þér skrefafjöldann eykurðu hjá þér hagkvæmni þ.e skrefin verða minni og flæðið betra. Möo með því að auka hagkvæmni, kemstu mun hraðar án þess að reyna meira á þig og þú ferð allt í einu að skilja af hverju sumt fólk getur hlaupið endalaust. Prófaðu að mæla hjá þér fjöldann. Hitaðu aðeins upp. Hlauptu svo 3 x 1 mín í senn á mismunandi hraða og teldu hjá þér fjöldann. Endurtaktu 3 x 30 sek berfætt/ur á grasi og reyndu að ná skrefafjöldanum uppí 45 ef hann var lægri en 90 fyrir 1 mínútu og miðaðu við 48 ef þú ert lengra komin. Spilaðu aðeins með þetta og reyndu að finna muninn.
Reyndu að halla þér aðeins fram, tilla mjaðagrindinni fram og lenda "undir" líkamanum þannig þú finnir fyrir rassvöðvum. Ekki sparka fram fætinum heldur láttu þyngdaraflið hjálpa þér áfram. Reyndu að muna hvernig þú hljópst sem barn, slök og áhyggjulaus. Mikilvægt er að halda alltaf sama skrefafjölda, sérstaklega niður brekkur en flestum hættir til að taka stærri skref þá og sparka fram fætinum sem þýðir að þú lendir fyrir fram búk ( ekki beint undir honum) sem er gríðarlegt álag fyrir hné og mjóbak.