Fékk símtal sautján mínútum fyrir gos

Eldgosið hófst kl. 23.14.
Eldgosið hófst kl. 23.14. Skjáskot/Vefmyndavél

Rýming í Grindavíkurbæ og í Bláa lóninu er enn í fullum gangi.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir frá þessu í samtali við mbl.is.

Kveðst hann hafa fengið símtal frá almannavörnum um klukkan þrjár mínútur í ellefu í ljósi upplýsinga Veðurstofu Íslands um að eldgos færi líklega af stað á næstu klukkustund eða klukkustundum.

Eldgosið hófst sautján mínútum síðar eða klukkan 23.14. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert