„Engar efndir hjá sjávarútvegsráðherra“

Frá fundi Félags atvinnurekenda og Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) …
Frá fundi Félags atvinnurekenda og Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) um sjávarútvegsmál. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félag atvinnurekenda og samstarfsfélagið SFÚ (Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda) efndu til fundar í dag um sjávarútvegsmál fyrir komandi þingkosningar.

Ólafur Arnarson starfsmaður stjórnar SFÚ hóf fundinn með því að fara stuttlega yfir áherslur FA og SFÚ í sjávarútvegsmálum og var harðorður í garð forsætisráðherra, sem gegndi embætti sjávarútvegsráðherra fyrr á þessu kjörtímabili.

Minni aðilar tilneyddir að borga hærra verð

Benti Ólafur í ræðu sinni á það að fyrirtæki innan SFÚ hefðu skilað þjóðarbúinu hæsta verðinu fyrir sjávarafurðir á erlendum mörkuðum. Þau hefðu orðið að gera það því minni fyrirtækin væru nauðbeygð til að kaupa sitt hráefni á mörkuðum á 30-50% hærra verði en útgerðarvinnslur kvótafyrirtækjanna.

Það væri afrek hjá minni félögum að lifa af í því umhverfi sem íslensk stjórnvöld hefðu búið sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi. Stjórnmálamenn hefðu ávallt skellt skollaeyrum við réttlátum kröfum um samkeppnisumhverfi og sýnt gríðarlegt skeytingarleysi gagnvart því skaðræði sem felst í tvöfaldri verðmyndun á fiski.

Óeðlilegt forskot

Þá benti Ólafur á að stórútgerðir, sem vegna stórlega niðurgreidds aðgangs að verðmætustu auðlind þjóðarinnar hefðu óeðlilegt forskot á önnur fyrirtæki í greininni, hefðu á síðustu árum farið úr því að kaupa nær engan þorsk á fiskmörkuðum í það að kaupa 35-50% alls þorsks sem kemur inn á markað. Stóru útgerðirnar hefðu komið inn, keypt allt upp og sprengt upp verðið, og með þessu skapað fullkomin skortmarkað.

„Íslenskir fiskmarkaðir eru nefnilega orðnir skortmarkaðir með himinháu verði sem endurspeglar engan veginn ástand erlendra markaða hverju sinni,“ bætti Ólafur við.

Ráðamenn gætu ekki haldið því fram að þeir hafi ekki áttað sig á þessum vanda. Samkeppnisyfirvöld hefði ítrekað bent á óásættanlegt samkeppnisumhverfi og beðið um úrbætur. Vísaði Ólafur meðal annars til álits Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2012 í þessu sambandi, þar sem Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til sjávarútvegsráðherra að hann beitti sér fyrir því að komið yrði í veg fyrir samkeppnishindranir í sjávarútvegi hér á landi.

Kostir samkeppni væru enda meðal annars þeir að hún stuðlaði að nýsköpun og þróttmikilli atvinnustarfsemi, auk þess að  bæta kjör neytenda. Þessi áhrif væru til þess fallin að efla íslenskt atvinnulíf og bæta hag almennings.

„Ríkjandi flokkar hafna markaðslausnum og heilbrigðri samkeppni“

Ólafur vék að skýrslu sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company um hagvaxtarmöguleika á Íslandi. Þar kæmi fram að samkeppni væri lykill að aukinni framlegð hér á landi. Vísaði Ólafur til skýrslunnar og sagði samkeppni stuðla að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta, hvetti stjórnendur til að hagræða í rekstri og væri grundvöllur nýsköpunar, nýrra hugmynda og tækninýjunga.

„Samt hafna ríkjandi flokkar, sem sumir veifa markaðslausnum og frjálsri samkeppni á tyllidögum, markaðslausnum og heilbrigðri samkeppni í sjávarútvegi,“ hélt Ólafur áfram. „Þeir sjávarútvegsráðherrar sem setið hafa síðan álit Samkeppniseftirlitsins var sett fram hafa virt það að vettugi. Raunar hafnaði ráðuneytið, fyrir hönd ráðherra, í byrjun þess árs að sinna þeim tilmælum sem Samkeppniseftirlitið hefði beint til ráðherra í þessum efnum. Sjávarútvegsráðherra vinnur beint gegn því að samkeppnishömlur í sjávarútvegi hér á landi séu leiðréttar. Núverandi sjávarútvegsráðherra hefur auk þess ekki svarað ítrekuðum beinum frá SFÚ um fund.“

Loforð gefin í sama sal árið 2013 orðin tóm

Ólafur endaði á að benda á að Sigurður Ingi hefði setið í þessum sama sal hinn 19. apríl 2013 og þá lýst yfir eindregnum vilja sínum til að tryggja meira hráefni inn á fiskmarkaði, auk þess að lofa því að vinna að betrumbótum í samræmi við tilmæli Samkeppniseftirlitsins. Engar efndir hafi orðið á þeim loforðum þau þrjú ár sem Sigurður hafi setið í embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »