Aðskilnaður veiða og vinnslu

Þau eru mörg hitamálin í stjórnmálum þessa dagana. Eitt þeirra …
Þau eru mörg hitamálin í stjórnmálum þessa dagana. Eitt þeirra er krafa um aðskilnað veiða og vinnslu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aðskilnaður fiskveiða og landvinnslu er eitt af baráttumálunum í aðdraganda kosninga. Norðmenn hafa reynsluna og hún er ekki endilega jákvæð.

Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir mikla samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum og samkeppnishæfni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja best borgið ef ferlið er órofið.

„Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í harðri alþjóðlegri samkeppni þar sem kröfur um gæði og afhendingaröryggi fara stigvaxandi,“ segir Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Haukur bendir á að um sé að ræða stöðuga vinnu þar sem hvergi megi slaka á. Síauknar kröfur séu gerðar um gæði afurða og aukinn hraða og þar af leiðandi sé mikilvægt að hraði og gæði í ferlinu frá veiðum til neytenda sé hámarkaður.

„Allur fiskur fer á markað“

Hann segir allan fisk vissulega fara á markað en leggur áherslu á að það sé tilfellið nú þegar. Sá fiskur sem veiddur er á Íslandsmiðum fari sannarlega á markað, og á þeim alþjóðlega markaði sé það neytandinn sem ræður.

Tekur Haukur fram að krafan um allan fisk á íslenskan uppboðsmarkað sé sprottin frá þeim sem telja það leiða til hærra skiptaverðs til sjómanna og eins myndi framboð hráefnis til fiskvinnslufyrirtækja án útgerða aukast.

Grein aðstoðarframkvæmdastjórans má lesa í heild sinni á vefsvæði SFS.

Reynsla Norðmanna af aðskilnaði vinnslu og veiða

Í grein í Fiskifréttum árið 2013 segir Jóhannes Pálsson, þáverandi framleiðslustjóri Norway Seafood í Noregi, að Norðmenn hafi slæma reynslu af því að slíta sundur veiðar og vinnslu. Í Noregi séu veiðar og vinnsla aðskilin og verðmyndunin sé vissulega fiskveiðum í hag, en landvinnslan eigi erfitt uppdráttar.

Segir Jóhannes einn stærsta ókostinn við aðskilnað veiða og vinnslu í Noregi vera þann að stór hluti ársaflans í þorski bærist á land toppmánuðina í vertíðinni. Þannig kæmi nær allur þorskur á land á fjórum fyrstu mánuðum ársins, þegar auðveldast væri að veiða hann. Þar af veiddust um 80.000 tonn í marsmánuði einum og sér. Það sem eftir lifði árs væri sáralítið framboð af hráefni og markaðir erlendis breyttust eftir því.

Ef tekið er mið af orðum aðstoðarframkvæmdastjóra SFS verður að ætla að slíkur aðskilnaður hefði umtalsverð áhrif á erlenda markaði íslenskra útflutningsaðila á fiski, og ekki endilega jákvæð.

Að sögn Jóhannesar Pálssonar vill enginn sem vinnur fisk í …
Að sögn Jóhannesar Pálssonar vill enginn sem vinnur fisk í landi í Noregi hafa aðskilin kerfi veiða og vinnslu. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Enginn sem vinnur fisk í landi vill hafa þetta kerfi“

„Hugsið ykkur hvað þarf marga bryggjumetra til að taka á móti öllum þessum fiski og hvað þarf marga fermetra af húsnæði til að koma öllum þessum fiski í gegn. Húsnæði sem stendur svo autt mestan hluta ársins. Þetta leiðir til þess að afkoman hjá fiskvinnslunni er engin. Þetta er afleiðingin af aðskilnaði veiða og vinnslu. Enginn sem vinnur fisk í landi vill hafa þetta kerfi,“ segir Jóhannes Pálsson í umræddu viðtali.

Píratar vilja fullan aðskilnað veiða og vinnslu

Píratar hafa það á stefnuskrá sinni í aðdraganda kosninga að allur afli skuli fara á markað sem og að allar aflaheimildir fari á uppboð. Hafa Píratar í þessu sambandi bent á að brotið sé gegn jafnræðisreglunni og grundvallarmannréttindum í því fyrirkomulagi sem nú er við lýði.

Ekki náðist í fulltrúa Pírata við ritun þessarar fréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.25 596,55 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.25 467,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.25 378,13 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.25 178,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.25 218,11 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.25 248,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.25 286,93 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 8.220 kg
Þorskur 2.942 kg
Steinbítur 268 kg
Langa 119 kg
Keila 33 kg
Karfi 27 kg
Hlýri 18 kg
Samtals 11.627 kg
16.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 8.312 kg
Ýsa 89 kg
Steinbítur 29 kg
Samtals 8.430 kg
16.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 3.945 kg
Steinbítur 95 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 4.049 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.25 596,55 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.25 467,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.25 378,13 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.25 178,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.25 218,11 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.25 248,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.25 286,93 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 8.220 kg
Þorskur 2.942 kg
Steinbítur 268 kg
Langa 119 kg
Keila 33 kg
Karfi 27 kg
Hlýri 18 kg
Samtals 11.627 kg
16.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 8.312 kg
Ýsa 89 kg
Steinbítur 29 kg
Samtals 8.430 kg
16.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 3.945 kg
Steinbítur 95 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 4.049 kg

Skoða allar landanir »