Vinnslur í eigu stórútgerða hækka verð

Fiski landað á Breiðdalsvík.
Fiski landað á Breiðdalsvík. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hátt verð á óunnum fiski á mörkuðum hefur þyngt róður fiskvinnslunnar Ísfisks á Breiðdalsvík gífurlega. Framkvæmdastjóri segir vinnslur í eigu útgerðanna kaupa fisk af þeim undir markaðsverði og öðlast þannig óeðlilegt samkeppnisforskot á smærri fyrirtæki.

Albert Svavarsson, framkvæmdastjóri Ísfisks, segir í viðtali við fréttastofu RÚV að fiskvinnslur í eigu stórútgerða hafi hækkað verð svo á innlendum mörkuðum að rekstrargrundvöllur fyrir smærri fyrirtæki sé allt að því brostinn. 

Tvöföld verðmyndun felst í því að vinnslur í eigu stórútgerða kaupa fisk frá útgerðum á talsvert lægra verði en greiða þarf fyrir hann á markaði. Þannig skapast samkeppnisforskot sem vinnslur í eigu útgerða hafa á smærri framleiðendur.

Eins og fram kom í frétt 200 mílna nýverið hafa SFÚ, Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda, deilt hart á stjórnvöld fyrir að fara ekki eftir tilmælum Samkeppniseftirlitsins og sporna við tvöfaldri verðmyndun á fiskmarkaði hérlendis, en ekki haft erindi sem erfiði. Ekkert bólar á aðgerðum stjórnvalda til að jafna leikinn þrátt fyrir kröfur markaðsaðila og Samkeppniseftirlitsins þar um.

Á vef RÚV er haft eftir Alberti að „stóru fyrirtækin hafa í auknum mæli sótt mjög inn á fiskmarkaðinn og eru í dag farin að kaupa allt að 50% af öllum þorski á fiskmörkuðum og hafa þrýst verðinu mjög mikið upp þar“.

Þetta geri það að verkum að „fiskmarkaðsverð er eins og það er búið að vera núna undanfarið út af þessum þrýstingi; komið það hátt að rekstrargrundvöllurinn er ekki fyrir hendi, sérstaklega á minni einingum, þá verða þær bara að lúta í lægra haldi og gefa eftir,“ segir Albert Svavarsson.

Hann kallar því eftir því að yfirvöld skyldi stórútgerðir til að nota markaðsverð í viðskiptum innan samstæðu eða í viðskiptum tengdra aðila. Að mati Alberts yrðu slíkar aðgerðir til þess fallnar að jafna þann aðstöðumun sem nú sé til staðar í greininni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.25 596,55 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.25 467,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.25 378,13 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.25 178,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.25 218,11 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.25 248,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.25 286,93 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 8.220 kg
Þorskur 2.942 kg
Steinbítur 268 kg
Langa 119 kg
Keila 33 kg
Karfi 27 kg
Hlýri 18 kg
Samtals 11.627 kg
16.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 8.312 kg
Ýsa 89 kg
Steinbítur 29 kg
Samtals 8.430 kg
16.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 3.945 kg
Steinbítur 95 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 4.049 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.25 596,55 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.25 467,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.25 378,13 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.25 178,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.25 218,11 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.25 248,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.25 286,93 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 8.220 kg
Þorskur 2.942 kg
Steinbítur 268 kg
Langa 119 kg
Keila 33 kg
Karfi 27 kg
Hlýri 18 kg
Samtals 11.627 kg
16.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 8.312 kg
Ýsa 89 kg
Steinbítur 29 kg
Samtals 8.430 kg
16.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 3.945 kg
Steinbítur 95 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 4.049 kg

Skoða allar landanir »